fim 18. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Naldo framlengir við Schalke (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Naldo var að skrifa undir tveggja ára samningsframlengingu við Schalke.

Naldo átti 36 ára afmæli í september og er hann því samningsbundinn Schalke þar til hann verður rétt tæplega 38 ára.

Naldo hefur lengi þótt til betri varnarmanna þýska boltans og hefur leikið fyrir Werder Bremen og Wolfsburg þar í landi. Hann hefur þó aðeins komið fjórum sinnum við sögu með brasilíska landsliðinu.

„Ég er himinlifandi með að framlengja samninginn. Þetta er risastórt félag með stórkostlega stuðningsmenn á bakvið sig," sagði Naldo eftir undirskriftina.

Schalke náði öðru sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili en liðið hefur farið illa af stað í haust og tapaði fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. Síðustu tveimur leikjum hefur þó lokið með sigri og er Schalke í neðri hlutanum, með 6 stig eftir 7 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner