banner
   fim 18. október 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern hafnaði að kaupa Jadon Sancho í fyrra
Jadon Sancho og Raheem Sterling gætu hrellt varnarlínur andstæðinga í framtíðinni.
Jadon Sancho og Raheem Sterling gætu hrellt varnarlínur andstæðinga í framtíðinni.
Mynd: Getty Images
Bayern München hafnaði tækifærinu að kaupa Jadon Sancho af Manchester City þegar það bauðst í ágúst 2017.

Borussia Dortmund krækti í Sancho í staðinn og hefur táningurinn heldur betur látið ljós sitt skína hjá félaginu.

„Bayern ákvað að leggja ekki of mikið púður í Sancho því stjórnin var ekki sannfærð um gæðin hans," er haft eftir heimildarmanni Bild um félagaskiptin.

Dortmund er á toppi þýsku deildarinnar og er Sancho stoðsendingahæstur þar þrátt fyrir takmarkaðan spilatíma.

Sancho er 18 ára gamall kantmaður og spilaði hann sinn fyrsta keppnisleik fyrir enska A-landsliðið gegn Króatíu síðasta föstudag. Hann var partur af liðinu sem vann heimsmeistaramót U17 í fyrra.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, er mjög ánægður með framfarir Sancho sem og landsliðsfélagar hans Harry Kane og Eric Dier, sem leika báðir fyrir Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner