Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. október 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Emery ósammála stuðningsmönnum Arsenal
Emery segir Arsenal eiga erfiðan leik í vændum.
Emery segir Arsenal eiga erfiðan leik í vændum.
Mynd: Getty Images
„Við höfum endurheimt gamla Arsenal" sungu stuðningsmenn Arsenal í síðasta leik liðsins, 5-1 sigrinum gegn Fulham. Það var níundi sigurleikur Arsenal í röð.

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að þessi söngur komi of snemma þar sem enn sé nóg pláss fyrir bætingu hjá liðinu og leikmönnum.

Arsenal mætir Leicester á mánudag.

„Ég er ekki alveg sammála þessum viðbrögðum stuðningsmanna. Ég tel að við þurfum að bæta okkur mikið," segir Emery.

„Það þarf að gera ýmislegt til að bæta okkur. Við þurfum að gera miklar kröfur. Stuðningsmenn geta notið þess með okkur en við horfum á raunveruleikann á hverjum degi."

„Í síðasta leik á Emirates (gegn Watford) þá unnum við en spiluðum ekki eins og við vildum. Við megum ekki fara fram úr okkur, það er mikilvægast núna. Komandi leikur gegn Leicester verður mjög erfiður."

„Leicester er mjög gott lið og spilar mjög skýran fótbolta undir Claude Puel. Þeir eru erfiðir viðureignar, með góða leikmenn og við þurfum á því að halda að allir okkar menn séu vel á tánum og með hausinn rétt skrúfaðan á," segir Emery.

Emery var einnig spurður út í framtíð Aaron Ramsey, sem er mikið í umræðunni.

„Í mínum huga er janúar langt í burtu. Ég hugsa bara um mánudagsleikinn fyrst," sagði hann.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner