Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 18. október 2018 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Parolo: Steven Gerrard alltaf verið mín fyrirmynd
Marco Parolo í leik með Lazio
Marco Parolo í leik með Lazio
Mynd: Getty Images
Marco Parolo, varafyrirliði Lazio á Ítalíu, segir Steven Gerrard fyrirmynd sína.

Parolo, sem er 33 ára gamall, hefur spilað fyrir félög á borð við Hellas Verona, Cesena og Parma en hann hefur verið á mála hjá Lazio í fjögur ár.

Hann er varafyrirliði liðsins og hefur spilað glimrandi vel. Auk þess á hann 36 landsleiki fyrir Ítalíu.

Hann er mikill aðdáandi Steven Gerrard sem spilaði með aðalliði Liverpool frá 1998 til 2015. Hann ákvað í kjölfarið að fara til Bandaríkjanna og spila fyrir Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni áður en hann lagði skóna á hilluna. Hann er knattspyrnustjóri Rangers í dag.

„Steven Gerrard hjá Liverpool var mín helsta fyrirmynd því við spiluðum svipað hlutverk. Það er ekki alltaf auðvelt að vera rólegur og halda haus í leikjum og stundum ná tilfinningarnar tökum á manni en með tímanum lærum við betur á það," sagði Parolo.

Samningur hans við Lazio er til ársins 2020 en hann gæti vel séð fyrir sér að framlengja samning sinn og klára ferilinn hjá Lazio.
Athugasemdir
banner
banner