fim 18. október 2018 23:08
Brynjar Ingi Erluson
35 ára skoskur framherji skorar meira en Mbappe og Messi
Stephen Dobbie er kominn með 24 mörk í 16 leikjum á tímabilinu
Stephen Dobbie er kominn með 24 mörk í 16 leikjum á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Stephen Dobbie, leikmaður Queen of the South í skosku úrvalsdeildinni, er markahæsti leikmaður Evrópu á þessu tímabili en hann vonast til þess að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland.

Dobbie, sem er 35 ára gamall, hefur spilað fyrir félög á borð við Swansea, Crystal Palace, Bolton og Blackpool en hefur síðustu þrjú tímabil spilað með Queen of the South í Skotlandi.

Hann hefur skorað 77 mörk í 99 leikjum sínum fyrir félagið og þá er hann með 24 mörk í 16 leikjum á þessu tímabili. Hann hefur skorað meira á þessu tímabili en Kylian Mbappe, Cristiano ROnaldo, Lionel Messi.

Hann hefur aldrei spilað fyrir skoska landsliðið en nú eru hins vegar ansi góðar líkur að það gerist. Alex McLeish, þjálfari skoska landsliðsins, gæti valið hann í næsta landsliðsverkefni en Dobbie segir það þó fjarlægan draum.

„Ég held að það sé ekki það besta í stöðunni fyrir McLeish að velja einhvern úr skosku deildinni, hvað þá mann á mínum aldrei," sagði Dobbie.

„Varðandi þessar tölur með Messi, Mbappe og þessa leikmenn þá eru þeir að spila allt annan leik en ég er að spila," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner