fös 19. október 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ungir Skagamenn æfa með aðalliði Norrköping
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Heimasíða ÍA
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhanesson æfa þessa dagana með aðalliði Norrköping sem leikur í efstu deild í Svíþjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er faðir hans. Hann hefur verið lykilmaður í U17 ára landsliði Íslands sem tryggði sig inn í milliriðil í undankeppni Evrópumótsins á dögunum.

Oliver er fæddur árið 2002 og er fyrirliði U17 ára landsliðsins en báðir leikmenn hafa leikið gríðarlega vel með 2. flokki ÍA og eru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Þeir æfa næstu daga með aðalliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping.

Guðmundur Þórarinsson leikur með Norrköping en félagið seldi einmitt tvo Íslendinga í sumar, þá Jón Guðna Fjóluson og Arnór Sigurðsson. Báðir fóru til Rússlands en Jón Guðni fór til Krasnodar á meðan Norrköping sló met er það seldi Arnór til CSKA Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner