fös 19. október 2018 13:42
Elvar Geir Magnússon
Klopp segist alveg eins geta rætt við kaffivélina - „Þú vilt ekki fara í óperuna öll kvöld"
Klopp er ekki hrifinn af Þjóðadeildinni.
Klopp er ekki hrifinn af Þjóðadeildinni.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er alls ekki aðdándi Þjóðadeildarinnar eins og kom skýrt fram á dögunum.

Hann segir að offramboð sé á fótboltamótum og það verði að hugsa út í leikmennina, að þeir fái hvíld svo þeir geti sýnt sitt besta.

„Svona er þetta ekki í öðrum íþróttum. Í ameríska fótboltanum er sumarfrí sem er nánast lengra en tímabilið okkar. Í körfuboltanum er sumardeild. Það er bara í fótboltanum sem allir vilja stórar keppnir þar sem þú getur fallið, komist upp eða spilað um eitthvað," segir Klopp.

„Á einhverjum tímapunkti þurfum við að hugsa út í það hvort við viljum fara á óperuna á hverju kvöldi? Eða á tveggja mánaða fresti. Á einhverjum tímapunkti þurfum við að stoppa aðeins og hugsa um leikmennina. Hvernig náum við því besta úr þeim?"

„Þjóðadeildin er góð hugmynd en það ætti að framkvæma hana í annarri íþrótt. Það er ekki pláss fyrir hana í fótbolta. Ég geri mér samt grein fyrir því að ég gæti alveg eins verið að tala um þetta við kaffivélina því öllum er sama um mína skoðun á þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner