Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. október 2018 15:45
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Man Utd
Mynd: Guardian
Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið Chelsea og Manchester United fyrir viðureign liðanna á Stamford Bridge á morgun, að mati Guardian.

Leikurinn verður klukkan 11:30.

Guardian setur Alexis Sanchez í líklegt byrjunarlið United þó hann sé nánast nýmættur úr landsleikjahléi. Margir aðrir fjölmiðlar telja að Marcus Rashford muni byrja.

Varnarmaðurinn Antonio Rudiger hjá Chelsea ætti að vera leikfær eftir nárameiðsli.

Hjá Manchester United er Jesse Lingard að glíma við nárameiðsli og verður væntanlega ekki klár í slaginn.

Ander Herrera, Scott McTominay, Nemanja Matic, Luke Shaw og Marouane Fellaini hafa einnig verið að glíma við einhver meiðsli.

Chelsea er meðal efstu liða en United er í áttunda sæti. Allra augu munu beinast að Jose Mourinho sem snýr aftur á kunnuglegar slóðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner