Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 20. október 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Jamaíka þakkar dóttur Bob Marley fyrir HM sætið
Landslið Jamaíka er komið á HM.
Landslið Jamaíka er komið á HM.
Mynd: Getty Images
Jamaíka varð fyrsta kvennalandsliðið frá Karíbahafseyjunum sem tekst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti kvenna og það er að miklu leyti Cedella Marley að þakka að landsliðið er komið þangað.

Kvennalið Jamaíka var lagt niður árið 2010 en Cedella Marley, dóttir tónlistarmannsins Bob Marley var ekki á því máli og hefur stutt landsliðið fjárhagslega sem hefur hjálpað til við að ná þessum magnaða árangri.

Jamaíka sigraði Panama í vítaspyrnukeppni í Concacaf keppninni. Jamaíka náði forystunni tvisvar en Panama jafnaði í bæði skiptin. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Dominique Bond-Fasza skoraði úr lokaspyrnunni og kom landsliðinu á HM.

Landsliðsþjálfarinn var þakklátur Marley fyrir stuðninginn. Fyrir átta árum hætti knattspyrnusamband Jamaíka að styrkja kvennalandsliðið sem leiddi til þess að þær komust ekki á styrkleikalista FIFA vegna þess að liðið spilaði ekki leik í þrjú ár.

En árið 2014 mætti Marley á svæðið og hefur unnið hart að því að koma landsliðinu á kortið. Það hefur nú tekist og það verður áhugavert að sjá landsliðið á heimsmeistaramótinu næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner