fös 19. október 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Gotze þarf réttan þjálfara til að komast í sitt gamla form
Götze er að komast aftur af stað eftir erfið veikindi.
Götze er að komast aftur af stað eftir erfið veikindi.
Mynd: Getty Images
Fyrrum unglingaþjálfari Mario Gotze, Peter Hyballa trúir því að leikmaðurinn geti komist í sitt gamla form ef hann spilar fyrir réttan þjálfara.

Gotze varð þjóðarhetja árið 2014 þegar hann skoraði úrslitamarkið í uppbótartíma á heimsmeistaramótinu þegar Þýskaland sigraði Argentínu í úrslitaleik. Ferill hans hefur hinsvegar legið niður á við eftir mótið.

Gotze gekk aftur í raðir Dortmund frá Bayern Munchen árið 2016 en var greindur með efnaskiptasjúkdóm sem hefur háð honum mikið innan sem utan vallar. Hann er byrjaður að spila á nýjan leik og Hyballa sem þjálfaði leikmanninn í u-17 ára liði Dortmund á sínum tíma er bjartsýnn á að hann geti komist aftur í sitt besta form.

„Hann getur ennþá spilað. En augljóslega þarf hann rétta stjórann. Ég hélt að Mario myndi spila í öllum liðum. En hann virðist þurfa þjálfara sem gefur honum frelsi innan vallar. Frá mínu sjónarhorni eru tveir valmöguleikar. Hann nær sér á strik með Dortmund eða fer til útlanda,” sagði Hyballa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner