Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. október 2018 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Geir Þorsteins í mótframboð gegn Guðna Bergs?
Icelandair
Geir Þorsteinsson er fyrrum formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson er fyrrum formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stærstu málin verða kosningar í stjórn og hugsanlega formannskosningar," sagði Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, þegar hann mætti í útvarpsþáttinn Fótbolta.net á X-inu 977 í dag.

Tómas Þór, Elvar Geir og Þórir tóku langt og gott spjall um helstu málefnin í íslenska fótboltanum.

Meðal þess sem bar á góma var ársþing KSÍ á næsta ári og hvort Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, muni fá mótframboð og úr verði alvöru formannsslagur.

Ekki er vitað til þess með vissu að einhver muni bjóða sig fram gegn Guðna en eitt athyglisvert nafn var nefnt í þættinum.

„Ég hef heyrt af einhverjum aðilum sem hafa viðrað það eða hafa áhuga á því að fara í þetta," sagði Þórir.

„Hvað með þessa sprengju sem ég heyrði í vikunni að Geir Þorsteinsson væri alvarlega að íhuga að bjóða sig fram aftur?" sagði þá Tómas.

Geir er fyrrverandi formaður KSÍ en hann og Þórir unnu saman hjá sambandinu um nokkur skeið.

„Þú kemur með sprengju í það. Ég veit ekki hver þankagangur Geirs er í þessum efnum. En ef hann er að hugleiða endurkomu þá væri það frábær kostur fyrir hreyfinguna."

Hlustaðu á umræðuna sem var í útvarpinu í dag með því að Smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner