Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. október 2018 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Tap niðurstaðan í fyrsta leik Henry með Mónakó
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry var ráðinn knattspyrnustjóri AS Mónakó á dögunum en áður hafði hann verið aðstoðarmaður Roberto Martínez hjá belgíska landsliðinu.

Mónakó lék sinn fyrsta leik í gær undir stjórn Henry og alveg óhætt að segja að hann hafi ekki fengið neina óska byrjun.

Niðurstaðan var 2-1 sigur Strasbourg sem komst í tveggja marka forystu á 84. mínútu fyrir það missti Mónakó mann af velli með rautt spjald en Youri Tielemans minnkaði muninn fyrir gestina þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Mónakó er í mjög slæmri stöðu en þeir hafa einungis unnið einn deildarleik á tímabilinu og gert þrjú jafntefli, þeir eru staddir í fallsæti með 6 stig eftir 10 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner