Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. október 2018 11:45
Arnar Helgi Magnússon
Klopp kom Wagner til varnar í beinni útsendingu
Vinirnir á hliðarlínunni í gær.
Vinirnir á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Getty Images
Huddersfield tók á móti Liverpool í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool en sigurmarkið skoraði Mo Salah í fyrri hálfleik.

Stjórar liðanna, David Wagner og Jurgen Klopp eru mjög góðir vinir en þeir störfuðu saman í þjálfarateymi Dortmund á sínum tíma. Ekki nóg með það en þá var Wagner svaramaður í brúðkaupi Klopp, sem segir kannski mikið um þeirra vináttu.

Þeir mættu saman í viðtal hjá BT-Sport eftir leikinn í gær þar sem Wagner var spurður út í slæmt gengi en liðið hefur ekki enn unnið leik.

Þegar Wagner ætlaði að svara þessari spurningu blaðamanns þá greip Klopp inn í og kom vini sínum til varnar.

„Ég hef horft á flesta leiki flesta leiki Huddersfield á tímabilinu og ef þið skoðið bara liðin sem að þeir hafa verið að mæta í þessum fyrstu níu leikjum. Liverpool, Chelsea, Manchester City, Tottenham, Leicester, Everton og Burnley á útivelli. Ég er að gleyma einhverjum einum leik. "

„Þú skoðar ekki þetta leikjaplan og hugsar að þú ætlir þér að ná 24 stigum út úr þessari leikjum. Þetta er erfiðasta leikjaprógram sem ég hef séð."

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner