Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 21. október 2018 15:02
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Frosinone enn í leit að sigri - Lazio með fínan útisigur
Immobile var á skotskónum fyrir Lazio.
Immobile var á skotskónum fyrir Lazio.
Mynd: Getty Images
Josip Iličić skoraði þrennu fyrir Atlanta.
Josip Iličić skoraði þrennu fyrir Atlanta.
Mynd: Valur
Fjórum leikjum er nú lokið í ítölsku A-deildinni í dag. Stórleikur kvöldsins er síðan klukkan 18.30 þegar Inter Milan tekur á móti AC Milan.

Frosinone, lið Emils Hallfreðssonar mætti Empoli í fyrsta leik dagsins en Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahóp Frosinone vegna meiðsla.

Liðsfélagar Emils byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á áttundu mínútu leiksins með sjálfsmarki frá Matías Silvestre. Empoli náði að jafna leikinn áður en flautað var til hálfleiks en það gerði Miha Zajc.

Silvestre skoraði síðan í rétt mark í byrjun síðari hálfleik og kom Empoli yfir. Sú forysta dugði skammt en Daniel Ciofani jafnaði metin fyrir Frosinone úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Ciofani var aftur á ferðinni á 63. mínútu þegar hann kom heimamönnum yfir.

Salih Uçan jafnaði fyrir Empoli á 79. mínútu og Frosinone þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum. Þeir sitja í 19. sæti deildarinnar.

Klukkan tvö hófust þrír leikir.

Chievo tók á móti Atlanta þar sem að liðsmenn Atlanta gjörsamlega völtuðu yfir heimamenn sem sáu aldrei til sólar í leiknum. Josip Iličić lék Chievo grátt í dag en hann skoraði þrennu. Federico Barba, leikmaður Chievo fékk að líta sitt annað gula spjald á 40. mínútu.

Robin Gosens og Marten de Roon gerðu hin tvö mörk Atlanta. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 83. mínútu og Valter Birsa skoraði úr henni. Lokatölur 1-5.

Nýliðar Parma tóku á móti Lazio en gestirnir höfðu betur, 0-2. Ciro Immobile kom gestunum yfir úr vítaspyrnu á 81. mínútu áður en að
Joaquin Correa tvöfaldaði forystuna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Lazio fer upp í 3. sæti deildarinnar með þessum útisigri.

Það var síðan Bologna og Torino sem mættust en gestirnir frá Torino borg komust yfir og náðu tveggja marka forystu með mörkum frá Falque og Baselli áður en að heimamenn náðu að jafna metin í síðari hálfleik. Calabresi og Satander með mörk Bologna.

Bologna 2 - 2 Torino
0-1 Iago Falque ('13 )
0-2 Daniele Baselli ('54 )
1-2 Federico Santander ('59 )
2-2 Arturo Calabresi ('77 )

Chievo 1 - 5 Atalanta
0-1 Marten de Roon ('25 )
0-2 Josip Ilicic ('28 )
0-3 Josip Ilicic ('50 )
0-4 Josip Ilicic ('52 )
0-5 Robin Gosens ('72 )
1-5 Valter Birsa ('84 , víti)

Rautt spjald:Federico Barba, Chievo ('40)

Frosinone 3 - 3 Empoli
0-1 Matias Silvestre ('8 , sjálfsmark)
0-2 Miha Zajc ('32 )
0-3 Matias Silvestre ('48 )
1-3 Daniel Ciofani ('54 , víti)
2-3 Daniel Ciofani ('63 )
2-4 Salih Ucan ('79 )

Parma 0 - 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('81 , víti)
0-2 Joaquin Correa ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner