Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. október 2018 16:00
Arnar Helgi Magnússon
Hver er Marco Ianni sem fagnaði fyrir framan Mourinho?
Mynd: Getty Images
Það sauð allt uppúr á Stamford Bridge í gær þegar Chelsea og Manchester United áttust við. Ross Barkley skoraði jöfnunarmark Chelsea á 96. mínútu leiksins.

Lestu meira um lætin hér.

Marco Ianni er maðurinn sem hljóp upp að varamannabekk Manchester United og fagnaði fyrir framan þá sem þar sátu.

Ianni er fæddur árið 1982 og spilaði í neðri deildum Ítalíu sem varnarsinnaður miðjumaður.

Hann spilaði stærstan hluta ferilsins með Sambenedettese sem staðsett er á austur Ítalíu. Liðið leikur í dag í 3. efstu deild eða Seríu C.

32 ára gamall hætti Ianni að spila og snéri sér alfarið að þjálfun og menntaði sig í þeim fræðum. Hann tók við Citta di Campobasso sem spilar í Seríu D á Ítalíu. Eftir að hafa þjálfað Citta Di Campobasso réði Sarri hann í þjálfarateymið sitt hjá Napoli.

Á Ítalíu var hann kallaður einn af fjórum "töframönnunum" á bakvið velgengni Napoli.

Sarri tók Ianni síðan með sér til Englands í sumar þar sem að hann er þriðji aðstoðarmaður Sarri, á eftir Zola.



Athugasemdir
banner
banner
banner