Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. október 2018 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk spilaði í sigri - Fyrsta tap LSK kom í 20. umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði fyrsta klukkutímann í öruggum sigri Wolfsburg gegn Freiburg í þýska boltanum í dag.

Ewa Pajor skoraði tvennu í leiknum og er hún markahæst í deildinni með níu mörk eftir fimm leiki.

Wolfsburg er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á næst leik við botnlið Borussia Mönchengladbach.

Sigríður Lára Garðarsdóttir lék þá allan leikinn í liði LSK í toppslag norsku deildarinnar. Klepp mætti í heimsókn en Lilleström var með fullt hús stiga fyrir leikinn, eftir 19 umferðir.

Liðin skiptust á að komast yfir í hörkuleik sem endaði með 2-3 sigri Klepp og fyrsta tap LSK á tímabilinu staðreynd. Lilleström varð norskur meistari fyrir nokkrum vikum en tekst ekki að klára tímabilið með fullt hús stiga.

Wolfsburg 3 - 0 Freiburg
1-0 N. Maritz ('18)
2-0 E. Pajor ('39)
3-0 E. Pajor ('49)

LSK Kvinner 2 - 3 Klepp
0-1 E. Terland ('13)
1-1 I. Kvernvolden ('42)
2-1 G. Reiten ('45)
2-2 T. Butt ('49)
2-3 K. Yallop ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner