Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. október 2018 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Emery um ákvörðun Özil: Getur einbeitt sér betur að Arsenal
Mesut Özil á æfingu
Mesut Özil á æfingu
Mynd: Getty Images
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, segir það hafa hjálpað félaginu mikið að Mesut Özil hafi ákveðið að hætta að spila fyrir Þýskaland.

Özil lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar en hann var ósáttur við vinnubrögð innan knattspyrnusambandsins og taldi sig ekki geta spilað lengur. Hann sakaði knattspyrnusambandið um fordóma í garð leikmanna og ljóst að hann á ekki leið aftur í liðið.

Þýskaland hefur lítið getað frá því hann hætti en hann var að skapa mest af völlum leikmönnunum á HM og hefur verið lykilmaður þar síðustu árin.

Emery, sem stýrir Arsenal, telur þessa ákvörðun hafa nýst félaginu vel en Özil hefur spilað vel á þessu tímabili.

„Þetta er ekki auðvelt þegar leikmenn fara með landsliðum því þeir spila tvo leiki. Þegar þeir hætta því og einbeita sér að Arsenal þá getur það gert meira fyrir okkur. Þeir geta æft betur og bætt sig. Þetta hjálpar Özil að skilja hugmyndafræðina" sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner