þri 23. október 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Juventus sigurstranglegast vegna Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, telur Juventus vera sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni eftir komu Cristiano Ronaldo til félagsins.

Man Utd mætir Juventus í riðlakeppninni í kvöld og er veðbankastuðullinn talsvert hærri á sigri heimamanna heldur en á sigri Ítalíumeistaranna.

„Juventus er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í ár. Það er ekki annað hægt en að búast við að þeir sigri með Ronaldo í liðinu," sagði Solskjær.

„Ég man þegar hann kom til Manchester sem strákur og sagði við okkur að hann yrði sá besti í heimi.

„Við héldum að hann væri klikkaður en þetta var sannleikurinn. Ég hef aldrei hitt atvinnumann eins og hann. Sir Alex Ferguson elskaði hann."


Juventus er með sex stig og Man Utd fjögur eftir tvær fyrstu umferðirnar. Bæði lið sigruðu Young Boys en Rauðu djöflarnir náðu aðeins jafntefli við Valencia á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner