Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 22. október 2018 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Viktor Karl og félagar að bjarga sér frá falli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby gerðu jafntefli við Odense í danska boltanum í dag.

Heimamenn í Bröndby komust yfir á lokakafla leiksins en gestirnir voru snöggir að jafna.

Hjörtur lék allan leikinn og er Bröndby um miðja deild, með 18 stig eftir 13 umferðir.

Í Svíþjóð kom Kristján Flóki Finnbogason inná í hálfleik er Brommapojkarna fékk Gautaborg í heimsókn.

Heimamenn lentu undir í fyrri hálfleik og tókst Kristjáni Flóka ekki að skora í þeim síðari, heldur tvöfölduðu gestirnir forystuna og gerðu út um leikinn.

Brommapojkarna er sex stigum frá öruggu sæti í sænsku deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.

Þá var Viktor Karl Einarsson í byrjunarliði Värnamo sem lagði Gefle að velli eftir að hafa lent undir.

Viktor spilaði fyrstu 73 mínúturnar í sigrinum mikilvæga. Värnamo var á botninum þegar Viktor gekk til liðs við félagið. Liðið hefur fengið 24 stig úr 12 leikjum frá komu Viktors og virðist vera að bjarga sér frá falli úr sænsku B-deildinni.

Þá vann Elazigspor sinn annan leik á tímabilinu er liðið heimsótti Adana Demirspor í tyrknesku B-deildinni. Theódór Elmar Bjarnason er í leikbanni og var því ekki með. Elmar hefur spilað alla leiki Elazigspor á tímabilinu nema sigurleikina tvo.

Bröndby 1 - 1 Odense
1-0 H. Mukhtar ('82)
1-1 R. Leeuwin ('85)

Brommapojkarna 0 - 2 Göteborg
0-1 S. Ohlsson ('25)
0-2 V. Wernersson ('59)

Värnamo 3 - 2 Gefle
1-0 P. Cederqvist ('4)
1-1 A. Bajrovic ('16)
2-1 R. Wiedesheim-Paul ('35)
2-2 A. Bergmark-Wiberg ('55)
3-2 S. Doutie ('83)

Adana Demirspor 0 - 1 Elazigspor
0-1 A. Tatos ('44)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner