mán 22. október 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Isco: Væri brjálæði að reka Lopetegui svona snemma
Mynd: Getty Images
Staða Julen Lopetegui við stjórnvölinn hjá Real Madrid er í mikilli hættu vegna skelfilegs gengi liðsins sem hefur verið að tapa stigum bæði í spænsku deildinni og Meistaradeildinni.

Isco er lykilmaður hjá Real og stendur hann þétt við bakið á þjálfara sínum. Hann segir að ábyrgðin liggi hjá leikmönnum frekar en þjálfaranum.

„Ég held að fjölmiðlar hafi ekki vald til að reka þjálfara Real Madrid. Þessi vandamál sem þið eruð að reyna að skapa innan búningsklefans hjá okkur eru ekki til í raunveruleikanum, þetta er allt tilbúningur," sagði Isco á fréttamannafundi.

„Það væri brjálæði að reka hann svona snemma á tímabilinu. Við höfum fulla trú á því starfi sem er í gangi undir stjórn Julen og hann á ekki skilið að vera rekinn."

Real Madrid er búið að fá eitt stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er óvænt í sjöunda sæti, þó aðeins fjórum stigum eftir toppliði Barcelona.

„Ef þjálfarinn verður rekinn þá verður að reka alla leikmennina líka. Þetta er líka á okkar ábyrgð. Við erum vanir gagnrýni þegar illa gengur, venjulega koma gagnrýnendurnir aftur til baka með skottið milli lappanna þegar við vinnum Meistaradeildina."
Athugasemdir
banner
banner