mán 22. október 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Pirraður Ramos þrumaði í samherja
Mynd: Getty Images
Gengi Real Madrid hefur verið arfaslakt að undanförnu þar sem liðinu gengur bæði illa í spænsku deildinni og Meistaradeildinni.

Gengið virðist hafa einhver áhrif á Sergio Ramos sem er fyrirliði félagsins, en hann brást afar illa við snertingu frá Sergio Reguilon á æfingu í morgun.

Leikmenn voru að spila einskonar útgáfu af handbolta þegar Reguilon, sem er aðeins 21 árs gamall, reyndi að ná knettinum á undan Ramos.

Reguilon rak sig í andlitið á Ramos í leiðinni og var fyrirliðinn allt annað en sáttur og brást við með að þruma boltanum í samherjann sinn.

Fyrsta sparkið virtist ekki duga til að losa Ramos við pirringinn, því skömmu síðar sparkaði hann boltanum aftur í Reguilon.

Atvikið náðist á myndband og dreyfðist hratt um netheima, svo hratt að Ramos var búinn að biðjast afsökunar á Twitter skömmu síðar.

„Svona hlutir gerast oft á æfingum en það er engin afsökun, ég átti ekki að bregðast svona við," skrifaði Ramos.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner