þri 23. október 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vidic: Drogba harðastur - Suarez og Aguero bestir
Mynd: Getty Images
Serbneski miðvörðurinn Nemanja Vidic vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni á tíma sínum hjá Manchester United.

Í dag er Vidic nýorðinn 37 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum. Hann rifjaði upp erfiðustu andstæðinga sína í enska boltanum í stuttu viðtali við Four Four Two.

„Fólk segir oft að ég hafi átt í erfiðleikum með Torres, en það er ekki rétt. Það var bara einn leikur þar sem ég gerði mistök undir pressu frá honum. Drogba var erfiðari að eiga við," sagði Vidic við.

„Torres náði alltaf að koma sér í marktækifæri en Drogba var harðari. Drogba var sá harðasti í deildinni, Suarez og Aguero voru bestir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner