þri 23. október 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Keita: Ég verð ekki eins og Gerrard
Naby Keita er að læra ensku.
Naby Keita er að læra ensku.
Mynd: Getty Images
Naby Keita. leikmaður Liverpool, segir mikilvægt að hann einbeiti sér að því að vera hann sjálfur á Anfield.

Keita er 23 ára og kom á liðnu sumri frá RB Leipzig fyrir 53 milljónir punda. Henn leikur í treyju númer 8, með sama númer og goðsögnin Steven Gerrard sem leiddi Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni 2005.

„Treyja numer átta er goðsagnakennd hjá félaginu og það er magnað að fá að klæðast henni. Þegar ég var yngri átti ég draum um að spila fyrir félag eins og Liverpool," segir Keita.

„Ég stefni samt ekki á að vera eins og Steven Gerrard. Við erum allir mismunandi einstaklingar. Hann skildi eftir sína sögu hjá félaginu og ég vil skilja eftir mína."

Keita hefur átt jákvæða byrjun hjá Liverpool og er treyst í stórt hlutverk strax, annað en Fabinho sem einnig kom í sumar.

„Ég er að læra ensku, ég er á skólabekk. Ég vil geta talað við alla hjá félaginu. Stefnan er að eftir sex mánuði fari ég í viðtöl á ensku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner