Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 23. október 2018 13:50
Elvar Geir Magnússon
Xavi ekki hrifinn af varnarsinnuðum leikstíl Mourinho
Xavi vill ekki spila fótbolta eins og Mourinho spilar.
Xavi vill ekki spila fótbolta eins og Mourinho spilar.
Mynd: Getty Images
Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona, segist ekki hrifinn af þjálfunaraðferðum Jose Mourinho, stjóra Manchester United.

Xavi, 38 ára, er enn að spila fyrir Al Sadd í Katar en hann er með samning til 2020. Þessi fyrrum spænski landsliðsmaður hyggst hella sér út í þjálfun þegar ferli hans lýkur.

Þá mun hann ekki horfa til Mourinho.

„Mourinho er mjög varnarsinnaður stjóri og það var ekki auðvelt að mæta Inter þegar hann var stjóri þar. Svona er hans fótbolti og hann hugsar um smáatriðin. Hann lokar öllum götum og gefur manni ekki mikið pláss," segir Xavi.

„Ég er hrifinn af öðruvísi fótbolta. Ég er ekki að gagnrýna hann en ég er ekki hrifinn af því að spila fótbolta svona. Mín lið hafa aldrei verið með svona hugsunarhátt."

Xavi lék 767 leiki fyrir Barcelona og vann fjölda titla, einnig með spænska landsliðinu. Líklegt er að hann horfi meira til Pep Guardiola en Mourinho þegar hann einbeitir sér að þjálfun.
Athugasemdir
banner
banner