Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. október 2018 14:11
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Góðar fréttir fyrir stuðningsmenn
Klopp vill fá góða stemningu á Anfield á morgun.
Klopp vill fá góða stemningu á Anfield á morgun.
Mynd: Getty Images
„Þetta verður mjög áhugavert tímabil og það eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn. Við viljum halda okkur í titilbaráttunni. Það væri mjög svalt ef það tekst," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, um tímabilið.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Manchester City, bæði lið eru með 23 stig.

„Við þurfum að sýna að við höfum fært leik okkar á annað stig. Ef við hefðum átt eðlilega byrjun á tímabilinu og værum með 18 stig væri það samt góð byrjun. Við horfum samt ekki á töfluna heldur á næsta andstæðing," segir Klopp.

Næsti andstæðingur er Rauða stjarnan í Meistaradeildinni á morgun.

„Við þurfum að vera tilbúnir í baráttu. Þá þurfum við á okkar stuðningsmönnum að halda og það er mikilvægt. Andrúmsloftið getur gert gæfumuninn."

Stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar fá ekki að mæta á leikinn svo heimamenn verða allsráðandi á Anfield annað kvöld.

Napoli er á toppi riðilsins með fjögur stig en Liverpool og Paris Saint-Germain eru með þrjú stig hvort lið.

„Rauða stjarnan er vel skipulagt lið. Þeir vinna nánast alla leiki sína í Serbíu en Meistaradeildin er allt annað. Serbnesk lið eru óhrædd við að láta finna fyrir sér og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það," segir Klopp.

Sjá einnig:
Henderson og Keita ekki með
Athugasemdir
banner
banner
banner