Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 23. október 2018 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho fór úr rútunni og gekk síðasta spölinn
Mourinho setti á sig hettu og gekk á meðal stuðningsmanna. Léttur labbitúr.
Mourinho setti á sig hettu og gekk á meðal stuðningsmanna. Léttur labbitúr.
Mynd: Getty Images
Það styttist í leik Manchester United og Juventus í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Liðsrúta Manchester United lenti í umferðarteppu og en var að mæta á völlinn fyrir nokkrum mínútum.

Svipað gerðist fyrir síðasta leik í Meistaradeildinni gegn Valencia en þá þurfti að fresta upphafssparki um nokkrar mínútur. Man Utd fékk sekt fyrir að mæta of seint.

United ákvað að skipta um hótel til þess að mæta ekki of seint núna en það breytti litlu sem engu. Rútan sat föst í umferðinni og mætti um tíu mínútur yfir sex á Old Trafford.

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, nennti ekki að sitja lengur í rútunni og ákvað að ganga síðasta spölinn á völinn.

„Leikmennirnir sátu í rútunni í 45 mínútur. Ég gekk með hettu í miðjum stuðningsmannahópnum. Enginn þekkti mig. Það tók mig tvær mínútur að ganga þetta," sagði Mourinho við BT Sport „Juventus á við sama vandamál að stríða. Við viljum ekki fá refsingu aftur."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner