Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. október 2018 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Bayern tókst ætlunarverk sitt í Aþenu
Young Boys náði í óvænt stig gegn Valencia
Það hefur verið ólga í kringum Bayern en liðinu tókst að sigra leik sinn í dag.
Það hefur verið ólga í kringum Bayern en liðinu tókst að sigra leik sinn í dag.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir af átta eru búnir í Meistaradeildinni í dag. Bayern tókst að leggja AEK Aþenu að velli.

Það var hægara sagt en gert fyrir Bayern að klára leikinn. Það reyndist erfitt fyrir þýska stórveldið að brjóta ísinn en það tókst þó loksins á 61. mínútu þegar spænski miðjumaðurinn Javi Martinez kom boltanum yfir línuna.

Pólska markamaskínan Robert Lewandowski gerði annað mark Bayern nokkrum mínútum síðar.

Lokatölur 2-0 er Bayern með sjö stig eftir þrjá leiki í E-riðlinum. AEK er án stiga, en liðið átti fínan leik í dag.

Í hinum leiknum sem var að klárast náði Young Boys frá Sviss í óvænt stig gegn spænska liðinu Valencia. Michy Batshuayi kom Valencia yfir en Guillaume Hoarau jafnaði úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Young Boys er með eitt stig í H-riðli en Valencia er með tvö stig. Í þessum riðli, klukkan 19:00, mætast Man Utd og Juventus.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

E-riðill:
AEK 0 - 2 Bayern
0-1 Javi Martinez ('61 )
0-2 Robert Lewandowski ('63 )

H-riðill
Young Boys 1 - 1 Valencia
0-1 Michy Batshuayi ('26 )
1-1 Guillaume Hoarau ('55 , víti)
Athugasemdir
banner
banner