banner
   þri 23. október 2018 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Helsingborg færist nær Allsvenskan - Andri skoraði
Andri er markahæstur í B-deildinni.
Andri er markahæstur í B-deildinni.
Mynd: CharityShirts
Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Helsingborg náðu ekki að tryggja sig upp í sænsku úrvalsdeildina, Allsvenskan, í dag.

Ef liðinu hefði tekist að vinna Halmstad á heimavelli þá hefði liðið bókað farseðilinn upp í sænsku úrvalsdeildin en svo fór að liðin gerðu jafntefli.

Andri Rúnar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Helsingborg og hann skoraði jöfnunarmark Helsingborg eftir að Halmstad hafði náð forystunni. Andri er markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inn á sem varamaður fyrir Halmstad á 77. mínútu, en Höskuldur Gunnlaugsson var allan tímann á bekknum.

Helsingborg er á toppi deildarinnar með 59 stig en Halmstad er í fjórða sæti með 47 stig, fjórum stigum frá umspilssæti.

Þrátt fyrir að Helsingborg hafi ekki klárað verkið í kvöld má sterklega gera ráð fyrir því að það gerist, jafnvel í næstu umferð.

Gulltryggðu sætið sitt
Þá var líka leikið í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag og þar gerði Íslendingalið Djurgården 2-2 jafntefli gegn Linköping.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var í marki Djurgården og Ingibjörg Sigurðardóttir í vörninni.

Með stigi í þessum leik gulltryggði Djurgården sér áframhaldandi veru í sænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner