Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benzema í góðum félagsskap
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema kom Real Madrid yfir gegn tékkneska félaginu Viktoria Plzen í Meistardeildinni í kvöld.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 2-0 fyrir Real Madrid. Benzema kom Madrídingum yfir á 11. mínútu og brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo gerði annað markið á 55. mínútu.

Þetta er fyrsta mark Benzema í Meistaradeildinni á tímabilinu en hann hefur núna skorað 14 tímabil í röð í Meistaradeildinni.

Hann er á sínu tíunda tímabili hjá Real Madrid og öll tímabilin hefur hann skorað í Meistaradeildinni. Þar áður hafði hann skorað í fjögur tímabil í röð í keppninni með Lyon.

Aðeins tveir leikmenn hafa afrekað það sama og Benzema, þ.e.a.s. að skora 14 tímabil í röð í Meistaradeildinni. Þessir tveir leikmenn eru Lionel Messi og Raul, sem lék með Real Madrid lengi vel.

Benzema, sem hefur oft verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Real, er þá kominn í fjórða sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu Meistaradeildarinnar með 57 mörk.



Athugasemdir
banner
banner
banner