Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. október 2018 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíar ekki búnir að gleyma Arnóri - Edman fylgdist með
Arnór á ferðinni í kvöld.
Arnór á ferðinni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson er á hraðri uppleið í fótboltanum.

Þessi Skagastrákur er fæddur árið 1999 og er aðeins 19 ára gamall. Í kvöld spilaði hann allan leikinn þegar CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma í Meistaradeildinni. Hann spilaði á hinum sögufræga Ólympíuleikvangi Rómverja.

Hörður Björgvin Magnússon var einnig í byrjunarliði CSKA og spilaði allan leikinn.

Arnór kom til CSKA frá Norrköping í Svíþjóð í lok sumars en kaupverðið var rúmar 4 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður sem Norrköping hefur selt.

Arnór kom til Norrköping árið 2016 og sló í gegn á þessu tímabili með liðinu. Hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltanum en þessi leikmaður á eftir að ná ansi langt ef hann heldur áfram á þessari braut.

Svíarnir eru ekki búnir að gleyma Arnóri eftir tíma hans hjá Norrköping. Það var nokkuð tístað um hann í kvöld og var Erik Edman, fyrrum leikmaður Tottenham og sænska landsliðsins, á meðal þeirra sem fylgdust með Arnóri í kvöld.

„Ágætis þróun á ferli Arnórs Sigurðssonar," skrifaði Edman en hann var alls ekki sá eini sem talaði vel um Arnór á Twitter í kvöld.

Arnór gerir sterkt tilkall til þess að vera valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópinn í nóvember.



















Athugasemdir
banner
banner
banner