Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Chiellini og Bonucci gætu kennt í Harvard"
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var virkilega hrifinn af Juventus-liðinu í kvöld. Man Utd tapaði 1-0 fyrir Juventus í Meistaradeildinni í kvöld.

Mourinho hrósaði Juventus í hástert eftir leikinn.

Hann var sérstaklega hrifinn af varnarmönnunum Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini. Mourinho hefði eflaust ekkert á móti því að hafa þá tvo í sínu liði í staðinn fyrir þá valkosti sem hann er með núna.

„Við spiluðum gegn einu af þeim liðum sem er líklegast til að vinna Meistaradeildina," sagði Mourinho og bætti við: „Hr. Chiellini og Hr. Bonucci gætu kennt námskeið í Harvard-háskólanum um varnarleik."

Mourinho reyndi að næla í Bonucci í sumar en það tókst ekki. Hann vildi frekar fara „heim" til Juventus.
Athugasemdir
banner
banner