Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. nóvember 2018 11:49
Elvar Geir Magnússon
Hatrammasti grannaslagur heims í úrslitum Copa Libertadores
River Plate hefur 36 sinnum orðið argentínskur meistari en Boca Juniors 33 sinnum.
River Plate hefur 36 sinnum orðið argentínskur meistari en Boca Juniors 33 sinnum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Boðið verður upp á hatrammasta grannaslag heims í úrslitaleik Copa Libertadores en keppnin er Suður-Ameríkuútgáfan af Meistaradeild Evrópu.

Argentínsku erkifjendurnir í River Plate og Boca Juniors munu mætast en talað er um 'Superclasico' þegar þessi tvö lið eigast við.

Rimma þessara tveggja félaga skiptir ekki aðeins Buenos Aires borginni heldur allri Argentínu. Þetta eru tvö sigursælustu lið þjóðarinnar og eru með 70% fótboltaáhugamanna landsins á sínu bandi.

En í þau 105 ár sem þessi tvö lið hafa verið að kljást höfum við aldrei fengið 'Superclasico' af þessari stærðargráðu. Liðin hafa mæst 24 sinnum í Liberadores en aldrei í úrslitaeinvígi um sjálfan titilinn.

Á þriðjudag komst River Plate naumlega í úrslitin með því að leggja brasilíska liðið Gremio á fleiri mörkum á útivelli. Í gærkvöldi lagði Boca síðan Palmeiras.

Fyrri leikurinn verður á Bombonera leikvangi Boca þann 7. nóvember og sá seinni á Monumental leikvangi River þann 28. nóvember.

Það er mikil upplifun að mæta á rimmur þessara liða, stemningin í stúkunni er í algjöru hámarki og mönnum oft heitt í hamsi. Fólk er byrjað að safnast saman mörgum klukkustundum fyrir leik og löggæslan mikil.

Þetta verður í síðasta sinn sem úrslitaeinvígið í Liberadores verður tveir leikir. Á næsta ári verður úrslitaleikurinn einn leikur í Santiago í Síle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner