Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. nóvember 2018 14:34
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfesta að Rooney spilar gegn Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney mun taka landsliðsskóna aftur af hillunni í síðasta skipti er England tekur á móti Bandaríkjunum í góðgerðarlandsleik á Wembley 15. nóvember. Þetta staðfesti enska knattspyrnusambandið í dag.

Rooney er markahæstur í sögu enska landsliðsins og verður þetta hans 120. landsleikur. Allur ágóði af leiknum mun renna til Wayne Rooney Foundation og annarra góðgerðarsamtaka.

Rooney spilaði síðast í 3-0 sigri gegn Skotlandi fyrir tveimur árum en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þegar hann var beðinn um að spila með liðinu í fyrra.

Margir furðuðu sig á því þegar Rooney hætti með landsliðinu því hann er aðeins sex leikjum frá leikjameti Peter Shilton, sem lék 125 A-landsleiki.

Rooney hefur verið að gera góða hluti með DC United í MLS deildinni upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner