banner
   mið 07. nóvember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Tobias ræðir við íslensk félög - Vill ekki „hlaupa í burtu"
Tobias í leik með Val.
Tobias í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ef það er eitt sem ég hef lært þá er það að þú veist aldrei hvað gerist næst í fótbolta," sagði danski framherjinn Tobias Thomsen þegar Fótbolti.net heyrði í honum hljóðið.

Tobias er á förum frá Íslandsmeisturum Vals en góðar líkur eru þó á að hann spili áfram í Pepsi-deildinni.

„Næsta félag mitt gæti klárlega verið á Íslandi. Ég hef rætt við nokkur félög sem hafa sýnt áhuga hér á Íslandi en ég hef líka rætt við félög utan Íslands. Eins og staðan er í dag er erfitt að segja hvort eitthvað gerist á morgun eða eftir mánuð," sagði Tobias.

Tobias skoraði þrettán mörk með KR í fyrra en í ár voru tækifærin færri og þessi 26 ára gamli leikmaður skoraði eitt mark í fjórtán leikjum í Pepsi-deildinni með Val.

„Ég tel að ég hafi ennþá eitthvað að sanna hér. Ég vil ekki „hlaupa í burtu" bara af því síðasta tímabil voru vonbrigði fyrir mig persónulega. Ég er ákveðinn í að sýna öllum hvað ég get gert ef ég fæ að spila 22x90 mínútur."

„Ég er að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum mér svo ég sé tilbúinn að ganga til liðs við nýtt félag hvenær sem er. Ég hef aldrei verið gíraðari en ég er núna."

Er með óskastað í huga
Tobias hefur meðal annars verið orðaður við Víking R. en hann segir ekkert til í þeim sögusögnum.

„Nei, Víkingur er ekki eitt af félögunum sem ég hef rætt við. Ég þekki þjálfarann þeirra eftir tíma minn hjá KR og Arnar (Gunnlaugsson) er góður maður sem ég kann vel við," sagði Tobias.

„Ég er með stað í huga mínum sem ég vil fara á, þar sem ég þekki þjálfarann og get náð því besta út úr mér. Ég ætla að halda því út af fyrir mig núna hvaða staður það er, af virðingu við félagið og þann þjálfara."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner