Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. nóvember 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Mbappe getur gert ótrúlega hluti
Kylian Mbappe er einn besti leikmaður heims
Kylian Mbappe er einn besti leikmaður heims
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur mikið álit á franska framherjanum Kylian Mbappe.

Mbappe er aðeins 19 ára gamall en er þegar orðinn einn af bestu leikmönnum heims. Hann var lykilmaður er franska landsliðið vann HM í sumar og þá hefur hann unnið frönsku deildina síðustu tvö ár, bæði með Mónakó og Paris Saint-Germain.

Framherjinn er kominn með 13 mörk og 6 stoðsendingar í tólf leikjum á þessu tímabili og hrósar Deschamps honum í hástert.

„Mbappe getur gert ótrúlega hluti. Horfðu á tölfræðina hans og þú sérð að hann er skilvirkur. Horfðu á mörkin og stoðsendingar hans með PSG og franska landsliðinu," sagði Deschamps.

„Hann er ungur og er að gera frábæra hluti í augnablikinu og hann spyr ekki um neitt. Hann er leiðtogi fram á við bæði með okkur og PSG," sagði Deschamps í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner