fös 09. nóvember 2018 08:20
Magnús Már Einarsson
Arsenal og Man Utd vilja varnarmann Juventus
Powerade
Mehdi Benatia er eftirsóttur.
Mehdi Benatia er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Moreno gæti verið á förum frá Liverpool.
Moreno gæti verið á förum frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það styttist alltaf í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik og ensku slúðurblöðin eru með nokkrar sjóðheitar kjaftasögur í dag.



Callum Wilson (26) framherji Bournemouth er á óskalista Chelsea. Wilson var valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti í gær. (Sun)

Athletic Bilbao gæti keypt Fernando Llorente (33) frá Tottenham í janúar. (Independent)

Juan Mata (30) er ennþá að bíða eftir nýjum samningi frá Manchester United en hann verður samninglaus næsta sumar. (Mail)

Sevilla er að skoða Alberto Moreno (26) vinstri bakvörð Liverpool en hann verður samningslaus næsta sumar. Moreno kom til Liverpool frá Sevilla árið 2014. (ESPN)

Arsenal vill fá Medhi Benatia (31) varnarmann Juventus í sínar raðir. Manchester United hefur einnig sýnt honum áhuga. (Tuttomercato)

Mesut Özil (30) segist mögulega ætla að klára feril sinn hjá Arsenal en hann skrifaði undir nýjan samning í byrjun árs. (London Evening Standard)

Fulham hefur áhuga á Tiemoue Bakayoko (24), miðjumanni Chelsea. Bakayoko er í láni hjá AC Milan en hann hefur einungis byrjað tvo leiki í Serie A. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að það sé erfitt að fá framherja til félagsins til að vera varaskeifur fyrir Harry Kane (25). (Football.London)

Arsene Wener, fyrrum stjóri Arsenal hefur ekkert heyrt frá Real Madrid um stjórastöðuna þar. (Sky Sports)

Manchester United hefur sent njósnara til Paragvæ til að skoða Fernando Ovelar (14) en hann varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora í úrvalsdeildinni þar í landi. (Mirror)

Leicester ætlar að reisa minnisvarða fyrir Vichai Srivaddhanaprabha eiganda félagsins og þá sem létust í þyrluslysi á King Power leikvanginum í síðasta mánuði. (Leicester Mercury)

Everton ætlar að skoða að lána miðjumanninn Kieran Dowell (21) í janúar. (Liverpool Echo)

Lazar Markovic (24) leikmaður Liverpool segist hafa sett like við færslu á Twitter af serbneska fánanum til heiðurs heimalandi sínu en ekki til heiðurs Rauðu Stjörnunni eftir 2-0 sigurinn á Liverpool á þriðjudaginn. (Liverpool Echo)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, hefur fengið danska framherjann Elias Sörensen (19) á æfingar með aðalliðinu en hann hefur skorað þrettán mörk með varaliðinu á tímabilinu. (Newcastle Chronicle)

Declan Rice (19) miðjumaður West Ham á ennþá eftir að ákveða hvort hann spilar fyrir enska eða írska landsliðið í framtíðinni. (Times)

Santiago Solari verður áfram þjálfari Real Madrid að minnsta kosti fram að jólum. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner