Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. nóvember 2018 11:20
Magnús Már Einarsson
Guðjón Pétur á leið í Fylki?
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sterkur orðrómur er um að miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson sé á leið í Fylki. Heimildir Fótbolta.net herma að Guðjón hafi átt í viðræðum við Árbæinga undanfarna daga.

Guðjón hefur leikið með Val síðastliðinn þrjú ár þar sem hann hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö tímabil.

Samningur Guðjóns við Val rann út í síðasta mánuði og í gær staðfesti félagið að hann sé á förum.

Fyrr í vikunni sagði Guðjón við Fótbolta.net að fjögur lið væru inni í myndinni en Fylkir virðist nú vera að vinna kapphlaupið um hann.

Hinn þrítugi Guðjón hefur spilað fyrir félög á Íslandi á borð við Breiðablik, Hauka, Álftanes, Stjörnuna og svo lék hann einnig með Helsingborg í Svíþjóð.

Í heildina á Guðjón 271 leiki í deild- og bikar hér á landi og hefur hann gert 59 mörk í þeim.

Ef af félagaskiptunum verður þá verður Guðjón annar leikmaðurinn sem Fylkir fær eftir tímabilið en Sam Hewson kom til félagsins frá Grindavík í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner