Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. nóvember 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Mata ekki fengið samningstilboð frá Man Utd
Hvað verður um Mata næsta sumar?
Hvað verður um Mata næsta sumar?
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Juan Mata bíður ennþá eftir að fá nýjan samning frá Manchester United.

Hinn þrítugi Mata verður samningslaus næsta sumar og hann hefur ekki ennþá fengið boð um nýjan samning.

Síðastliðinn vetur nýtti Manchester United sér ákvæði um eins árs framlengingu í samningi Mata sem kom til Manchester United frá Chelsea á 37,1 milljón punda í janúar 2014.

Erlend félög mega hefja viðræður við Mata eftir áramót og vitað er af áhuga spænskra félaga á honum.

Sjálfur vill Mata helst vera áfram hjá United og ef það gengur ekki er líklegt að hann reyni að fara í annað enskt félag. Arsenal hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi.
Athugasemdir
banner
banner