Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. nóvember 2018 11:07
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik hafnaði tilboði Spezia í Willum
Willum er undir smásjá erlendra liða.
Willum er undir smásjá erlendra liða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hafnaði tilboði frá ítalska B-deildarfélaginu Spezia í Willum Þór Willumsson. Netmiðillinn mbl.is greinir frá þessu.

Þá staðfesta Blikar að félög í Skandinavíu hafi mikinn áhuga á Willum.

Fótbolti.net valdi Will­um, sem er tví­tug­ur, efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar.

Hann lék 23 leiki í deild og bikar í sumar og skoraði sex mörk.

Sjá einnig:
Efnilegastur 2018: Nýtti tækifærin sem Gústi gaf mér mjög vel

Sóknarmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen gekk í raðir Spezia frá Breiðabliki í sumar en liðið er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Sveinn Aron hefur mest verið á bekknum en komið við sögu í þremur deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner