Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 09. nóvember 2018 11:37
Magnús Már Einarsson
Hópur Belga gegn Íslandi: De Bruyne, Fellaini og Vertonghen fjarverandi
Icelandair
Lukaku er í hópnum.  Hann er að stíga upp úr meiðslum.
Lukaku er í hópnum. Hann er að stíga upp úr meiðslum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eden Hazard er á sínum stað.
Eden Hazard er á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Íslandi í Þjóðadeildinni næstkomandi fimmtudag.

Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City og Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem og Mousa Dembele og Jan Vertonghen leikmenn Tottenham.

Romelu Lukaku, framherji Manchester United, hefur æfingar á nýjan leik í dag eftir meiðsli. Hann gæti spilað gegn Manchester City á sunnudag og gegn Íslandi á fimmtudag.

„Við erum í sambandi við Manchester United um Lukaku. Við munum taka lokaákvörðun með hann eftir helgi," sagði Martinez en Lukaku er í 25 manna hópnum hjá honum.

Hér að neðan má sjá hópinn.

Markverðir
Thibaut Courtois - Real Madrid
Simon Mignolet - Liverpool
Matz Sels - Strasbourg
Koen Casteels - Wolfsburg

Varnarmenn
Toby Alderweireld - Tottenham Hotspur
Vincent Kompany - Manchester City
Jason Denayer - Lyon
Christian Kabasele - Watford
Brandon Mechele - Club Brugge
Thomas Meunier - Paris Saint-Germain
Timothy Castagne - Atalanta
Dedryck Boyata - Celtic
Leander Dendoncker - Wolves

Miðjumenn
Axel Witsel - Borussia Dortmund
Yannick Carrasco - Dalian Yifang
Youri Tielemans - Mónakó
Nacer Chadli - Mónakó
Dennis Praet - Sampdoria
Hans Vanaken - Club Brugge

Framherjar
Romelu Lukaku - Manchester United
Eden Hazard - Chelsea
Dries Mertens - Napoli
Thorgan Hazard - Gladbach
Michy Batshuayi - Valencia
Adnan Januzaj - Real Sociedad
Athugasemdir
banner
banner
banner