Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. nóvember 2018 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr um Arnór: Verðum að passa okkur
Icelandair
Arnór er aðeins 19 ára gamall.
Arnór er aðeins 19 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu í Þjóðadeildinni og Katar í vináttulandsleik. Leikurinn gegn Belgíu er næsta fimmtudag og leikurinn við Katar er 19. nóvember.

Smelltu hér til að sjá hópinn.

Hlutirnir hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig hjá Arnóri. Hann fór af Skaganum og gekk í raðir Norrköping í Svíþjóð á síðasta ári. Í sumar var svo gengið frá sölu hans frá Norrköping til CSKA Moskvu í Rússlandi. Hann er dýrasti leikmaður sem Norrköping hefur nokkurn tímann selt frá sér.

Arnór hefur verið að byrja leiki hjá CSKA. Í vikunni byrjaði hann gegn Roma í Meistaradeildinni og gerði sér lítið fyrir og skoraði það sitt fyrsta Meistaradeildarmark. Hann er þriðji Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni.

Hann var svo núna áðan valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Arnór er aðeins 19 ára gamall.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fékk þá spurningu á blaðamannafundinum, þegar hópurinn var tilkynntur, hvort hann vissi um einhver dæmi um annan íslenskan leikmann sem hefur farið eins hratt upp á stjörnuhimininn og Arnór.

„Ég er ekki með frábært minni. Af virðingu við alla eldri leikmenn, hvort sem þeir eru 35 ára eða 75 ára, þá vil ég ekki meta hvort ég hafi séð eitthvað álíka," sagði Freyr.

„Það sem ég get sagt er að hans framganga síðasta eitt og hálft og ár er í raun ótrúleg."

„Á bak við svona frammistöðu og framfarir er mikil vinna. Þessi strákur er gegnheill, duglegur og hæfileikaríkur. Hann hefur alla þessa þætti til að verða enn betri leikmaður."

„Við verðum að passa okkur að fara ekki fram úr okkur, gegn honum líka. Það munu koma dýfur, eins og hjá öllum öðrum ungum leikmönnum. Við höfum trú á honum. Hann fær tækifæri núna til að koma með A-landsliðinu og sýna sig og sanna, við munum gefa honum traust og trú," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner