fös 09. nóvember 2018 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville: Ég elska þetta við Mourinho
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Það hafa verið skiptar skoðanir á hegðun Jose Mourinho eftir sigur Manchester United gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Eftir leikinn fór Mourinho inn á völlinn og setti hægri hönd sína upp að hægra eyranu. Hann bað stuðningsmenn Juventus um meiri læti. Eftir leik sagði Mourinho að stuðningsmenn Juventus hefðu móðgað hann og fjölskyldu hans allan leikinn.


Skiptar skoðanir hafa verið á þessu, sumir vilja meina að Mourinho hafi farið yfir strikið en Gary Neville, fyrrum leikmaður United, er ekki á þeirri skoðun.

„Það eiga að vera viðbrögð og ástríða eftir leiki," sagði Neville í grein á Sky Sports. „Sumum líkar kannski ekki við þetta en ég elska þetta við Mourinho."

Neville segir jafnframt að það sé allt annað að sjá Mourinho núna en fyrir nokkrum vikum. Talað var um það að hann yrði rekinn en Mourinho hangir enn inni. United hefur verið að ná í góð úrslit að undanförnu.

United spilar við Manchester City í grannaslagnum á sunnudag. Það er algjör lykilleikur fyrir Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner