banner
   fös 09. nóvember 2018 17:05
Elvar Geir Magnússon
Tólf íslenskar fótboltakonur í úrslitakeppnina í Bandaríkjunum
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alls tólf íslenskar fótboltakonur eru að fara að taka þátt í úrslitakeppninni í NCAA D1 deildinni í bandaríska háskólaboltanum.

Það eru þær Ásdís Karen Halldórsdóttir (Texas A&M), Hulda Hrund Arnarsdóttir (Wake Forest), Heiða Ragney Viðarsdóttir (UNCG), Selma Sól Magnúsdóttir (USC), Andrea Rán Hauksdóttir (USF), Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Arkansas), Karítas Tómasdóttir (TCU), Eva Lind Elíasdóttir (Kansas) og þær Fanney Einarsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Ástrós Silja Luckas og Bergrós Ásgeirsdóttir (Allar í Little Rock).

Öll þau lið sem unnu sína deild fara í úrslitakeppnina en úr bestu deildunum fara fleiri lið en miðað er við útreikninga í styrkleikaröðun.

Af Íslendingum í bandaríska háskólakarlaboltanum er það helst að frétta að Stjörnumaðurinn Kristófer Konráðsson var valinn í All-Freshman ACC úrvalsliðið


Athugasemdir
banner
banner