Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. nóvember 2018 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling framlengir til 2023
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling er búinn að framlengja samning sinn við Manchester City og verður hjá félaginu næstu fimm árin, eða til sumarsins 2023.

Sterling hefur verið í miklu stuði á tímabilinu og er hann búinn að skora sex í deildinni og leggja fimm upp.

Sterling, sem verður 24 ára í desember, hefur verið með bestu mönnum í liði Man City frá því að Pep Guardiola tók við félaginu.

Hann er einnig fastamaður í enska landsliðinu og er meðal launahæstu leikmanna ensku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner