Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 20:26
Fótbolti.net
Mancini valdi 18 ára leikmann í B-deildinni í landsliðið
Sandro Tonali á æfingu ítalska landsliðsins
Sandro Tonali á æfingu ítalska landsliðsins
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, kom mörgum á óvart er hann valdi Sandro Tonali, 18 ára leikmann Brescia, í landsliðið fyrir leikina gegn Portúgal og Bandaríkjunum.

Mancini vildi aðeins krydda upp á landsliðið en það hafa orðið kynslóðaskipti á liðinu síðustu tvö árin og er hann að reyna að smíða saman öflugt lið.

Hann ákvað að velja Sandro Tonali í landsliðið fyrir þessa tvo leiki í nóvember en fáir kannast við nafnið. Hann er 18 ára gamall miðjumaður sem spilar fyrir Brescia í ítölsku B-deildinni.

Margir voru hissa á þessu vali Mancini en á fyrstu æfingum Tonali með landsliðinu þá hefur hann komið leikmönnum og þjálfurum á óvart og ljóst að þarna er um að ræða framtíðarleikmann í landsliðinu.

„Ég vil benda á það að hann er ótrúlega hæfileikaríkur og er að vaxa ört sem knattspyrnumaður. Ég fæ að kynnast honum aðeins betur á næstu dögum," sagði Mancini.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Juventus hefur sýnt drengnum áhuga en ítalskir blaðamenn ganga svo langt að kalla hann næsta Andrea Pirlo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner