Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Higuain í tveggja leikja bann
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain missir af leikjum AC Milan gegn Lazio og Parma í ítölsku deildinni eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í tapleik gegn Juventus um helgina.

Higuain átti slæman leik gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum þar sem hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og náði sér aldrei á strik eftir það. Hann var orðinn pirraður undir lok leiksins og þegar Juventus tvöfaldaði forystuna þurfti lítið til að koma sóknarmanninum úr jafnvægi.

Hann braut óþarflega af sér og fékk gult spjald fyrir, en viðbrögðin hans voru upp úr öllu valdi. Hann öskraði framan í dómarann sem átti engan annan kost í stöðunni heldur en að sýna honum annað gult spjald og reka útaf. Það þurfti svo nokkra leikmenn úr báðum liðum til að róa hann niður og koma honum af vellinum.

Higuain afsakaði sig fyrir hegðun sína eftir leikinn og bætti því svo við að dómarar mættu sýna tilfinningum leikmanna meiri skilning í hita leiksins.
Athugasemdir
banner
banner