Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. nóvember 2018 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Dómari á Englandi sendur í leyfi fyrir að nota skæri, blað, steinn
Mynd: Lancashire SFL
Dómarinn David McNamara var að dæma kvennaleik Manchester City og Reading í ensku kvennadeildinni en gleymdi smámyntinni fyrir peningakastið í dómaraherberginu.

Í stað þess að sækja myntina ákvað McNamara að láta fyrirliðana fara í kínverska leikinn skæri, blað, steinn til að skera úr um hvort liðið fengi að byrja með boltann.

Enska knattspyrnusambandið er ekki sátt með þessa ákvörðun McNamara og hefur sent hann í launalaust leyfi í þrjár vikur.

Steph Houghton, fyrirliði Man City og enska landsliðsins, keppti því við Kirsty Pearce, fyrirliða Reading, í skæri, blað, steinn.

„Dómarinn gleymdi smámyntinni og það var verið að reka á eftir því að leikurinn myndi byrja. Þetta var dómgreindarbrestur og mjög ófagmannlegt," sagði Joanna Stimpson, yfirmaður dómaramála í kvennadeildinni.

McNamara dæmir aðallega leiki í ensku utandeildinni en hann hefur fengið að dæma tvo úrvalsdeildarleiki í kvennaboltanum á tímabilinu.

Atvikið átti sér stað 26. október og fer McNamara í þriggja vikna leyfi 26. nóvember.

„Knattspyrnusambandið staðfestir að David McNamara verður sendur í þriggja vikna leyfi. Það tímabil hefst mánudaginn 26. nóvemberm," segir talsmaður enska knattspyrnusambandsins.

„Hann hefur viðurkennt mistökin og mun snúa aftur að dómgæslustörfum mánudaginn 17. desember."
Athugasemdir
banner
banner
banner