Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 14. nóvember 2018 00:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ana Cate í HK/Víking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hin feykiöfluga Ana Victoria Cate er búin að skrifa undir samning við HK/Víking þar sem hún mun gegna hlutverki spilandi styrktarþjálfara.

Ana Cate er fædd 1991 og kom fyrst í íslenska boltann 2014, þegar hún reyndist lykilmaður í liði FH.

Hún var fengin yfir til Stjörnunnar eftir tímabilið og var lykilmaður félagsins í þrjú ár. Hún lék aðeins þrjá leiki nýliðið sumar vegna meiðsla og þess að hún á von á barni eftir áramót.

Ana á 10 landsleiki að baki fyrir Níkaragva og hefur skorað 16 mörk í 66 leikjum í Pepsi-deild kvenna. Hún leikur ýmist sem bakvörður en er afar fjölhæf og getur meðal annars leikið á kanti og miðju.

Hún var besti leikmaður Stjörnunnar 2016 og var valin í úrvalslið Pepsi-deildarinnar.

„Ana Cate tekur strax við Styrktarþjálfun HK/Víkings, en við getum byrjað að hlakka til, að sjá hana á vellinum næsta sumar," segir í Facebook færslu frá umsjónarráði HK/Víkings.

HK/Víkingur fékk 18 stig úr 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og endaði fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner