Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. nóvember 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsene Wenger hafnaði Fulham
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hafnaði samningstilboði frá Fulham áður en Claudio Ranieri var ráðinn sem nýr stjóri félagsins.

Fulham staðfesti í morgun að Ranieri væri arftaki Slavisa Jokanovic hjá félaginu sem byrjaði skelfilega í úrvalsdeildinni. Fulham situr á botni deildarinnar með fimm stig eftir tólf umferðir.

Wenger vill ekki taka við öðru félagi í enska boltanum og er að bíða eftir tækifæri úr annari deild. Hann er sagður hafa áhuga á að taka við Bayern München skildi Niko Kovac vera rekinn eftir slappa byrjun við stjórnvölinn.

Wenger gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá Arsenal, þar sem hann var í rúmlega 20 ár áður Unai Emery tók við. Þar áður hafði hann stýrt Nancy, Mónakó og japanska félaginu Nagoya Grampus Eight.
Athugasemdir
banner
banner
banner