banner
   mið 14. nóvember 2018 12:21
Magnús Már Einarsson
Aron um meiðslin: HM gæti spilað inn í
Icelandair
Aron fyrir æfingu landsliðsins í Brussel í dag.
Aron fyrir æfingu landsliðsins í Brussel í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var á fréttamannafundi í dag spurður út í mikil meiðsli landsliðsmanna fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Tíu leikmenn eru á meiðslalistanum en það eru Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

„Þetta virðist elta okkur eins og er," sagði Aron um meiðslahrinuna.

„Það er ekki hægt að útskýra af hverju við erum margir meiddir. Það getur vel veið að það spili inn í að það var stórmót í sumar. Þetta var ekki svona mikið eftir EM. Þó að margir leikmenn hafi verið seinir í gang með félagsliðum þá vorum við ekki að glíma við þessi meiðsli eins og núna."

Aron er sjálfur mættur aftur í landsliðshópinn í fyrsta skipti síðan á HM í sumar. „Ég hef aldrei verið betri," sagði Aron um eigin heilsu.

„Það er gott að koma til baka og fá þessa tilfinningu aftur að mæta aftur í landsiðið. Það er mér mikilvægt. Að vera í kringum strákana og hópinn aftur. Það er gaman að fá þessa tilfinningu og spennu að spila á móti stórri þjóð. Það er manni kært. Ég er mjög ánægður með að vera kominn til baka."
Athugasemdir
banner
banner
banner